Heimahjúkrun hagsmunamál allra

NÚ eru 2.700 hjúkrunarrými í landinu. Miðað við áætlanir heilbrigðisráðuneytisins þarf að byggja 370 í viðbót til að mæta þörfinni að fullu. "Þannig að það er búið að byggja núna 88% af rýmunum," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra.

NÚ eru 2.700 hjúkrunarrými í landinu. Miðað við áætlanir heilbrigðisráðuneytisins þarf að byggja 370 í viðbót til að mæta þörfinni að fullu. "Þannig að það er búið að byggja núna 88% af rýmunum," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. "Það hefur verið gert verulegt átak í byggingu hjúkrunarrýma."

Bygging eins hjúkrunarrýmis kostar 15 milljónir króna. Að reka slíkt rými kostar 5,5 milljónir á ári.

"Rekstarkostnaðurinn er hér lykilatriði," segir Siv. "Þess vegna legg ég áherslu á að það sé hagsmunamál hins aldraða að fá að vera heima sem lengst og það er líka hagsmunamál fyrir aðra skattgreiðendur því það er ódýrara að þjónusta fólkið heima." Morgunblaðið föstudaginn 14. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *