Biðlistar á flestar deildir

Fólk í endurhæfingu á Reykjalundi

Um 200 manns bíða eftir meðferð á verkjasviði Reykjalundar samkvæmt Magnúsi Ólasyni, yfirlækni deildarinnar. Magnús segir að dregið sé úr starfsemi deildarinnar yfir sumarið til að spara sumarráðningar. Meirihluti sjúklinga á verkjadeild kemur vegna bakverkja sem oftast eru af óljósum orsökum. Um fimmtungur sjúklinga er vinnufær þegar þeir koma inn en um helmingur er vinnufær þegar þeir fara út.

Fólk í endurhæfingu á ReykjalundiMagnús segir að kallað hafi verið eftir auknu fjármagni til rekstrar deildarinnar til að geta fylgt sjúklingum betur eftir. Þess má geta að biðlistar eru á flestar deildir Reykjalundar en lengstur er hann á geðsviði. Visir.is þriðjudaginn 18. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *