Nýja húsnæðið ekki viðbót

Rauðarárstíg 31

Nýtt húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut 60, sem einnig mun hýsa framkvæmdanefnd um nýtt sjúkrahús, verður ekki hrein viðbót við húsakost Landspítalans, heldur verður 1.200 fermetra skrifstofuhúsnæði spítalans á Rauðarárstíg 31 selt til þess að vinna upp á móti kostnaði.

Rauðarárstíg 31Þetta segir Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingasviðs Landspítalans.
„Þarna er í raun bara um ákveðnar tilfærslur að ræða," segir Aðalsteinn. „Eldra húsnæði Blóðbankans verður nýtt til að bæta aðstöðu fyrir rannsóknarstarf sem hefur búið við mjög þröngan kost og síðan verður að athugað hvað annað gæti hugsanlega verið þar. Starfsemin á Rauðarár­stígnum flyst þá að mestu í það húsnæði Landspítalans sem verður rýmt þegar við flytjum eitt og annað í gamla Blóðbankahúsið."

Aðalsteinn segir þó alltaf jákvætt að færa alla starfsemi spítalans nær meginstarfssvæði hans. Visir.is þriðjudaginn 18. júlí 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *