Rúmlega 22 milljónir söfnuðust á hlaupum

Glitnir

GlitnirÁHEIT frá starfsmönnum Glitnis að upphæð 22,2 milljónir króna söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag. Voru áheitin afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, fluttu ávörp.

Harpa og BjarturAlls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3 þúsund krónur til góðgerðamála fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðasamtök skyldu njóta framlagsins.

Námu áheit bankans alls 13,6 milljónum króna en starfsmennirnir skoruðu ennfremur á almenning, vini og vandamenn, að leggja sitt af mörkum með því að heita á þá og söfnuðust þannig 8,6 milljónir króna til viðbótar. Hlupu starfsmenn bankans samtals 4.380 kílómetra.

Stjórn Hjartaheilla þakkar Hörpu og Bjarti, starfsmönnum Glitnis, þeirra framlag til Hjartaheilla. Morgunblaðið 25. ágúst 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *