Óráð að sameina spítala

Framkvæmdastjóri Hjartaheilla segir að þjónusta við sjúklinga hafi versnað til muna eftir sameiningu spítala í Reykjavík. Hann tekur undir með Læknafélagi Íslands að sameining hafi verið misráðin og leggur til að sérstakur brjóstholsspítali verði stofnaður.

Læknafélag Íslands ályktaði um helgina að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin. Sjúklingar verði að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítali bjóði. Hin svokallaða hagræðing hafi verið fólgin í fækkun sjúkrarúma og alltof mikilli fækkun starfsfólks. Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, tekur undir þessi sjónarmið og segir að hjartadeild LSH hafi helst líkst umferðarmiðstöð þegar hann heimsótti hana.

Í greinargerð Læknafélags Íslands kom fram að læknar þurfi að hefjast handa við undirbúning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Ásgeir leggur til að hér verði stofnað sérstakt brjótsholssjúkrahús og segist finna meðbyr við slíkum hugmyndum. ruv.is 5. september 2006

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *