Hve ungt er þitt hjarta?

Markmið Alþjóða hjartadagsins fyrir árið 2006 er „Hve ungt er þitt hjarta? "sem felur í sér áskorun til fólks um að huga að hjartanu sínu og reyna að halda því ungu eins lengi og hægt er.

Hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og að minnsta kosta 17 milljónir látast ár hvert af völdum þessara sjúkdóma. Með því að tileinka sér heilbrigða lífshætti, borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og reykja ekki getur hver og einn dregið verulega úr líkum þess að fá hjartaáfall eða heilablóðfall.

Þeir sem viðhalda æsku hjarta síns draga verulega úr líkum á ótímabærum dauðsföllum eða fötlunar vegna hjartaáfalls eða heilablæðingar. Litlar breytingar á lífsháttum geta hjálpað hjartanu að eldast hægar. Hjá fullorðnum getur röskleg ganga í 30 mínútur á dag og það að borða hollan mat með ríkulegri neyslu á grænmeti og ávöxtum dregið verulega úr líkum þess að fá hjartaáfall. Mælt er með því að börn hreyfi sig í 60 mínútur í dag. Góðu fréttirnar eru þær að bætt heilsa og minni áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum skilar sér á sex vikum hjá flestum sem tileinka sér heilbrigðari lífshætti. Rannsóknir hafa sýnt að vanir íþróttamenn á aldrinum 50-70 ára hafa jafn hraust og sterkt hjarta og þeir sem eru tvítugir og ekki hreyfa sig reglulega.

Reykingar eru einn aðaláhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Nýjustu rannsóknir Hjartaverndar hafa leitt í ljós að þeir sem hætta að reykja fyrir 65 ára aldurinn ná að jafnaði sömu ævilengd og þeir sem aldrei reyktu. Það er því aldrei og seint að hætta og með því að drepa í þá yngist hjartað um mörg ár.

Ef við legðum okkur eins fram við að halda hjarta okkar ungu og við gerum til að líta unglega út myndi ótímabærum dauðsföllum af völdu hjarta- og æðasjúkdóma fækka stórkostlega.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *