Hjartagangan

Hjartaganga Hjartaheilla á höfuðborgasvæðinu og Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna verður í Elliðaárdalnum kl.14:00 sunnudaginn 24. september n.k. Lagt verður af stað frá gamla Rafstöðvarhúsinu.

Boðið verður upp á hressingu,  kynningu á stafgöngu á vegum ÍSÍ og síðan upphitun fyrir gönguna. Þeir sem eiga göngustafi eru beðnir að hafa þá meðferðis.

Allir þeir sem hafa fengið hjartasjúkdóma, aðstandendur  þeirra  og aðrir sem áhuga hafa á léttri gönguferð í fögru umhverfi eru hvattir til að mæta.

Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu og Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *