Þitt tækifæri – allra hagur

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility) er inntak ráðstefnunnar Þitt tækifæri – allra hagur sem Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl á Nordica hotel þann 15. nóvember 2006 kl. 13.00-17.00. Margir þekktir innlendir og erlendir fyrirlesarar í fremstu röð á sínu sviði flytja erindi á ráðstefnunni, sem er sú fyrsta hér á landi sem fjallar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Markmiðið er að auka skilning og vekja áhuga á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR). Reynt verður að benda á mikilvægi þess fyrir samfélagið og ekki síst að fyrirtæki móti sér stefnu og sinni þessum þætti.

Þema ráðstefnunnar tengist fyrirtækjunum, hvernig þau geta og eiga að sinna betur samfélagslegum málefnum, hvað þau fá út úr því, hvernig þau eiga að móta sér stefnu í þessum efnum o.fl.  Jafnframt verður litið til viðhorfa stjórnmálamanna og fjölmiðla. Við viljum hjálpa stjórnendum fyrirtækja að auka virði þeirra með samfélagslegri ábyrgð.

Ráðstefnugjald er kr. 2.800.

Smelltu hér til að skrá þig og fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *