Hjartaheill með sterka bakhjarla

Kafbátar frá Subway

Subway lætur fé af hendi rakna til Hjartaheilla. Framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, veitti viðtöku ávísun að upphæð 666.894,- kr. úr hendi starfsmanna Subway fyrir skemmstu.

Kafbátar frá SubwayFjárhæðin er innkoma af sölu 7 undir 6 heilsubátum á Subway á Hjartadeginum, sem er árviss viðburður og haldinn síðasta sunnudag í september. Ásgeir var að vonum ánægður með styrkinn. „Við höfum samstarf með Subway þegar Alþjóðlegi hjartadagurinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Þeir ákváðu þá að láta andvirði af sölu heilsubáta renna til Hjartaheilla í tilefni hans og er þetta þriðja árið í röð sem Subway styrkir samtökin með þessum hætti. Okkur er mikill stuðningur af bakhjörlum eins og Subway."

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *