Endurgreiðsla vegna meðferðar hjartalækna hækkuð

Endurgreiðslur Tryggingastofnunar til þeirra sem leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum hækka samkvæmt breytingu á reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Breytingarnar tóku gildi 1. janúar 2007.

Eftir sem áður er tilvísun til hjartalæknis frá heimilis- eða heilsugæslulækni skilyrði fyrir endurgreiðslu, og má hún ekki vera eldri en fjögurra mánaða gömul. Frekari upplýsingar af vef TR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *