Málþing um öryggi sjúklinga

Aðalfyrirlesari verður Sir Liam Donaldson, landlæknir Breta og framkvæmdastjóri verkefnis á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er snýr að öryggi sjúklinga.

Sir Liam er mjög þekktur fyrir störf sín á þessu sviði og hefur hlotið aðalsnafnbót  vegna þeirra. Hann er áhrifamikill fyrirlesari og mikill heiður af því að fá hann til landsins.

Málþing er ætlað heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem áhuga hafa á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Vinsamlega upplýsið samstarfsfólk/félagsmenn um málþingið.

Meðfylgjandi dagskrá fylgir bæði í póstinum og fylgiskjali. Athygli er vakin á því að málþingið fer fram á ensku.

Vegna skipulagningar er skráning á málþingið mikilvæg. Vinsamlegast sendið póst á hrefna@landlaeknir.is fyrir 7. febrúar n.k. Málþing um öryggi sjúklinga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *