Endurskoðun meginmarkmiða heilbrigðisáætlunar til ársins 2010

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf í dag út skýrslu um stöðu og endurskoðun á markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. Í henni er gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að ná upphaflegum markmiðum og fjallað er um breytingar sem nauðsynlegt er að gera á áætluninni. Ennfremur hafa verið sett ný markmið er miða að því að draga úr offitu og ofþyngd, auk víðtækari markmiðssetningar í krabbameinsvörnum.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, telur mikilvægt að á næstu misserum verði ráðist í gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar sem ætlað er að leysa núgildandi áætlun af hólmi í byrjun næsta áratugar. Breytingar sem orðið hafa á heilbrigðisþjónustunni og kröfur sem gerðar eru til starfseminnar kalla á mikla og vandaða undirbúningsvinnu við gerð næstu heilbrigðisáætlunar. Gera má ráð fyrir að sú vinna taki tvö til þrjú ár. Meira 

Fréttir frá heibrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 27. mars 2007

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *