Í nýbirtri landskönnun um heilbrigði og aðstæður Íslendinga kemur meðal annars fram að 36,2% aðspurðra telja að notendur eigi að greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi en þeir gera í dag. Rúmur helmingur, eða 51,1% telur hins vegar núverandi gjaldtöku hæfilega og 12,7% telja að notendur eigi að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustuna en þeir gera í dag.
Samkvæmt tölum OECD eru Ísland og Norðurlöndin önnur en Finnland, meðal þeirra ríkja innan OECD þar sem greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu er lægst, en hlutur hins opinbera mestur. Meiri fréttir af vef heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu