Velferð fyrir alla!

Opinn fundur verður haldinn með leiðtogum framboða til alþingiskosninga að Grand hóteli, Sigtúni, Reykjavík, þriðjudaginn 24. apríl nk. klukkan 20:00-22:00.

Á fundinum verður leitað skýrra svara við stefnu og markmiðum framboðanna í málum sem snerta fatlaða og aldraða.

Til hliðsjónar verður sameiginleg málefnavinna Landssamtaka eldri borgara, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Kallað verður eftir afstöðu til krafna um hækkun grunnlífeyris sem verði ótekjutengdur, stóreinföldun almannatryggingakerfisins og að fjármagn fylgi einstaklingum fremur en stofnunum auk fleiri atriða.

Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri.

Fjölmennum á Grand hótel á þriðjudagskvöld 24. apríl!

Tengill á auglýsingaplakat til útprentunar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *