Víðtækur vettvangur um lyfjamál

SIF Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafa ákveðið að gera samstarfssamning um Rannsóknastofnun um lyfjamál við Háskóla Íslands (RUL). Stofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði lyfjamála. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir er lúta að skynsamlegri ákvarðanatöku um lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði.

Að rannsóknastofnuninni um lyfjamál við Háskóla Íslands standa einnig Landlæknisembættið, Landspítali – háskólasjúkrahús, Lyfjastofnun og Lyfjafræðingafélag Íslands. Um 20 milljónir króna verða lagðar til stofnunarinnar á næstu þremur árum.

Markmið stofnunarinnar er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.

Morgunblaðið miðvikudaginn 25. apríl 2007.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *