Gönguferð SÍBS um Grasagarð Reykjavíkur

Frá Grasagarðinum í Reykjavík

Félagsmálanefnd SÍBS býður félagsmönnum og gestum að rölta með sér um Grasagarðinn í Laugardal sunnudaginn 13. maí  kl. 13:30.

Frá Grasagarðinum í ReykjavíkÞetta er létt og þægileg útivera í fallegu umhverfi og hver og einn fer á sínum hraða og þá vegalengd sem hann treystir sér til. Eftir gönguna, eða í staðinn fyrir hana er gráupplagt að tylla sér niður og fá sér kaffisopa í Café -Flora.  Bílastæði eru við Skautahöllina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *