Hjartaheill landssamtök hjartasjúklinga og Lyfja undirrituðu samstarfssamning

Á meðfylgjandi mynd eru Aðalheiður Pálmadóttir forstöðumaður verslunar og markaðssviðs Lyfju og Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri Hjartaheilla landssamtaka hjartasjúklinga

Hjartaheill landssamtök hjartasjúklinga og Lyfja undirrituðu samstarfssamning 2. maí sl. Samningurinn veitir félagsmönnum Hjartaheilla sérkjör á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum auk afsláttar af hjartamagnyl í öllum Lyfju apótekum ásamt því að þeir verða meðlimir í Heilsuklúbbi Lyfju.

Á meðfylgjandi mynd eru Aðalheiður Pálmadóttir forstöðumaður verslunar og markaðssviðs Lyfju og Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri Hjartaheilla landssamtaka hjartasjúklinga Gefin verða út sérstök heilsukort Lyfju til félagsmanna Hjartaheilla sem jafnframt gildir sem félagsskírteini Hjartaheilla. Enginn vafi er á að samningur þessi mun nýtast félagsmönnum Hjartaheilla verulega. 

Samningurinn felur einnig í sér að Lyfja mun sjá til þess að söfnunarbaukar Hjartaheilla verða ávallt staðsettir við alla afgreiðslukassa apótekanna ásamt því að fræðslubæklingar sem Hjartaheill gefur út verði aðgengilegir í apótekunum.

Nú í maí verða sendir greiðsluseðlar til félagsmanna Hjartaheilla og munu þeir sem greiða árgjaldið fá sent  Heilsukort Lyfju (félagsskírteini Hjartaheilla) 3 – 5 dögum síðar. Hægt er að gerast félagsmaður í Hjartaheill með því að senda tölupóst á netfangið hjartaheill@hjartaheill.is/old eða hringja í síma 552 5744.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *