
Hjartaheill landssamtök hjartasjúklinga og Lyfja undirrituðu samstarfssamning 2. maí sl. Samningurinn veitir félagsmönnum Hjartaheilla sérkjör á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum auk afsláttar af hjartamagnyl í öllum Lyfju apótekum ásamt því að þeir verða meðlimir í Heilsuklúbbi Lyfju.
Gefin verða út sérstök heilsukort Lyfju til félagsmanna Hjartaheilla sem jafnframt gildir sem félagsskírteini Hjartaheilla. Enginn vafi er á að samningur þessi mun nýtast félagsmönnum Hjartaheilla verulega.
Samningurinn felur einnig í sér að Lyfja mun sjá til þess að söfnunarbaukar Hjartaheilla verða ávallt staðsettir við alla afgreiðslukassa apótekanna ásamt því að fræðslubæklingar sem Hjartaheill gefur út verði aðgengilegir í apótekunum.
Nú í maí verða sendir greiðsluseðlar til félagsmanna Hjartaheilla og munu þeir sem greiða árgjaldið fá sent Heilsukort Lyfju (félagsskírteini Hjartaheilla) 3 – 5 dögum síðar. Hægt er að gerast félagsmaður í Hjartaheill með því að senda tölupóst á netfangið hjartaheill@hjartaheill.is/old eða hringja í síma 552 5744.