Reykingabann á veitingastöðum og víðar

Frá og með föstudeginum 1. júní verður bannað að reykja á veitingastöðum, í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagssamtaka.

Lögin taka gildi 1. júní, en þau voru samþykkt vorið 2006. Reglugerðir voru gefnar út í vetur. Í reykingabanninu felst að óheimilt verður að reykja innanhúss í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram. Í lögunum eru jafnframt settar tilteknar skorður við reykingum á útisvæðum þessara staða.

Í reglugerð er kveðið nánar á um leyfilega tilhögun útisvæða og heimilar hún að reykja má á útisvæði, til dæmis við veitinga- og skemmtistaði, ef það er undir beru lofti. Annað nýmæli í reglugerðinni snýst um takmörkun á tóbaksreykingum um borð í fiskiskipum, kaupskipum eða öðrum skipum, sem notuð eru í atvinnurekstri. Samkvæmt gildandi reglum hafa verið rýmri heimildir til tóbaksreykinga í skipum en á öðrum vinnustöðum. Reglugerðin gerir hins vegar ráð fyrir að eftirleiðis gildi sömu reglur um skip og aðra vinnustaði.

Sjá nánar á upplýsingasíðu Lýðheilsustöðvar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *