Þessa dagana eru félagar Hjartaheilla að greiða árgjöld sín til samtakanna. Þegar greiðsla árgjalds hefur borist til Hjartaheilla sendir skrifstofa Hjartaheilla Lyfju lista yfir þá sem greitt hafa og eru þeir félagsmenn þar með komnir inn í kerfið hjá Lyfju, orðnir félagar í Heilsuklúbbi Lyfju og njóta sérkjara og afsláttar í verslunum Lyfju.
Prentun félagsskírteina Hjartaheilla hefur tafist og verða þau send félagsmönnum um leið og þau verða tilbúin. En, eins og að ofan greinir, þurfa félgsmenn sem greitt hafa félagsgjald ekki að bíða eftir félagsskírteinum til að njóta fríðinda hjá Lyfju.