Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur breytt endurgreiðsluhlutfalli sjúklinga vegna þjónustu hjartalækna. Breytingin felur í sér að endurgreiðslur sjúklinga sem sækja þjónustu til hjartalækna breytast til hækkunar í samræmi við hækkun einingagreiðslna til sjálfstætt starfandi sérfræðinga.
Sérfræðingar í hjartalækningum hafa um hríð starfað án samnings við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þetta þýðir að sjúklingar hafa greitt fyrir þjónustuna fullu verði en þeir sem hafa tilvísun frá heimilislækni hafa fengið endurgreidda frá Tryggingastofnun sömu fjárhæð og læknarnir hefðu fengið, væru þeir með samning.
Sjá nánar yfirlit um endurgreiðslur: Endurgreiðslur vegna þjónustu hjartalækna (pdf-skjal 10Kb) Fréttir frá heibrigðis- og tryggingamálaráðuneyti þriðjudaginn 10. júlí 2007