Stuðningshópar fyrir félagsmenn SÍBS veturinn 2007 – 2008

Félagsmönnum SÍBS stendur til boða að taka þátt í stuðnings- og sjálfshjálparhópum á vegum félagsins. Hver hópur hittist í fimm skipti, eina og hálfa klukkustund í senn.

Hópastarfið fer fram í Síðumúla 6, á þriðjudögum frá kl. 16:30 -18:00. Félagsráðgjafi SÍBS Margrét Albertsdóttir leiðir starfið.

1. hópur  28. ágúst –  25. september  2007
2. hópur  23. október –  19. nóvember 2007
3. hópur  22. janúar –  29. febrúar  2008
4. hópur  25. mars  – 22. apríl 2008

Hópastarfið byggir á jafningafræðslu, umhyggju og samkennd þar sem félagsmenn miðla af þekkingu sinni og reynslu.

Gagnkvæmur stuðningur einstaklinga sem hafa gengið í gegnum erfið veikindi og  áföll er árangursrík leið til að draga úr einkennum streitu, þunglyndis og kvíða.

Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í hópastarfinu geta haft samband við  Margréti á föstudögum í síma 560-4916 eða við skiptiborð SÍBS  S: 560-4800, gefið upp nafn og símanúmer. Eins er hægt að senda tölvupóst á netfang margret@sibs.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *