Mælingar á Glerártorgi

SÍBS lestin er um kyrrt á Akureyri þennan daginn. Mælt var á Glerártorgi frá klukkan 11 til rúmlega fimm með hjálp heilbrigðisstarfsfólks  á Akureyri og háskólanema af hjúkruinarbraut HA. Hátt í þrjú hundruð manns mættu í mælinguna.

Mælingar í gangi á Glérártorgi

Svalt veður í dag en hæglæti í vindstyrk og úrkomulaust.

Mætt á Glerártorg upp úr tíu í morgun til að undirbúa mælingar þar, sem hófust síðan klukkan tíu og stóðu fram til klukkan rúmlega fimm, en þá höfðu hátt í þrjú hundruð manns komið til mælinga á blóðfitu, blóðþrýstingi og súrefnismettun, en ekki var hægt að koma öndunarmælinum við að þessu sinni.

Eins og fyrr nutum við ómetanlegs stuðnings frá heilsugæslufólki á staðnum og einnig komu nemar af  hjúkrunarbraut Háskólans á Akureyri og stóðu vaktina af  miklum dugnaði. Þá var okkar lið fjölmennara en nokkru sinni og þarna var unnið mikið og vel.

Kristín Þóra kom að sunnan um þrjúleytið og Jóhanna fór seinnipartinn. Guðrún mun líka yfirgefa okkur í fyrramálið og Helgi í Múlalundi, en hann kynnti vöru sína og SÍBS á torginu í dag.

Mælingar í gangi á GlérártorgiPétur og Kristín hittu umboðsmenn á Akureyri og á Dálksstöðum, sem munu snæða með hópnum í kvöld.

Glerártorg er skemmtileg samstæða og okkur er sagt að þangað sé stöðugur straumur fólks til að versla eða setjast niður yfir kaffibolla. Áform eru um mikla stækkun, en á þessu svæði voru áður verksmiðjur á vegum samvinnumanna norðlenskra þar sem vann um og yfir þúsund manns. Þær hafa nú verið jafnaðar við jörðu að því er okkur var tjáð.

Núna um sexleytið er tími til að slaka á í klukkutíma eða svo og svo á að borða saman hér neðar við götuna í kvöld ásamt umboðsmönnum sem fyrr getur. Húsavík  og Þingeyjarsýslur verða sótta heim á morgun, en Helgi Hróðmars er farinn norður að Laxamýri til að undirbúa  jarðveginn og mun hitta fólkið þar aðra en Pétur og Kristínu sem hitta umboðsmenn vítt um héruð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *