Sólríkur haustdagur við Eyjafjörð

Í dag voru mælingar á vegum SÍBS á Dalvík og síðan í Hrísey. Vel mætt á báðum stöðum, sólin skein í heiði og léttara yfir lestarfólki en var í gær, enda mikill  munur á veðri. Systurnar Margrét og Kristín bættust í hópinn og í kvöld Jóhanna og Guðrún. Von er á fleirum á morgun.

Kapteinninn fékk skoðunÞriðji dagur ferðarinnar rann upp bjartur og fagur. Drifhvít fjöll hið efra, grænar hlíðarnar og litasamspilið  og birtan dásamleg.

Systurnar Margrét og Kristín Albertsdætur komu með morgunflugi og fylgdu lestinni í dag. Margrét er félagsráðgjafi SÍBS og Kristín hjúkrunarfræðingur. Á Dalvík var mæling frá kl. 10-13. Þangað mættu nokkrir Ólafsfirðingar og skrifari fékk myndavél sem hann skildi eftir þar í gær.

Pétur fór að finna umboðsmanninn á staðnum, Kristján Ólafsson umboðsmanninn á staðnum og fór með honum í heimsókn á Dalbæ þar sem margvísleg og góð starfsemi fer fram, m.a. er hinn landsfrægi veðurklúbbur þar innan veggja. Líklega hefði verið gott að hitta meðlimi hans í gær. Einnig var skoðuð kirkjan og safnaðarheimilið, fagrar byggingar og mjög praktiskar.

Pétur spilar á harmóníkuSeinni partinn fórum við svo með ferjunni Sævar út í Hrísey, þar sem mælt var á Brekku. Yfir þrjátíu manns komu, sem telst afar gott og voru heimamenn ánægðir með heimsókn okkar,  svo sem hefur verið á öllum þeim stöðum sem við höfum heimsótt.  Meðan beðið var eftir ferjunni á Árskógssandi tók Pétur lagið á harmonikuna í veðurblíðunni og Helgi og Kristín tóku nokkur tignarleg valsspor.

Eftir mælingarnar var ljúffengur kvöldverður á Brekku og svo með Sævari til lands á ný. Á leiðinni fór kólnandi og innundir Krossanesi var frost komið í 3 stig á mæli og norðurljósin leiftruðu á himni.

Guðrún Bergmann, starfsmaður Hjartaheilla og formaður Neistans var nú mætt á Akureyri og sömuleiðis Jóhanna Pálsdóttir formaður Samtaka lungnasjúklinga. Það verður því vel skipað á morgun á Glerártorgi enda búist við góðri aðsókn þar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *