Alþjóðlegi hjartadagurinn 2007 Norðurlandi-vestra

Í tilefni Alþjóðlega hjartadeginum 30. september n.k. ætlum við á Norðurlandi-vestra að halda hátíðlega upp á daginn með því að stuðla að hreyfingu og heilbrigði.

Dagskrá dagsins er:

Hvammstangi: Í tilefni dagsins býður Húnaþing vestar frítt í sund í Sundlaug Hvammstanga sunnudaginn 30. september. Ganga frá Sundlauginni kl:11:00 á vegum Hjartaheilla.

Blönduósbær: Í tilefni dagsins býður Blönduósbær frítt í sund í Sundlaug Blönduósar laugardaginn 29. september. Ganga frá Grunnskólanum sunnudaginn 30. september kl: 11:00 á vegum Hjartaheilla.

Sveitafélagið Skagafjörður: Í tilefni dagsins býður Sveitafélagið Skagafjörður frítt í sund í Sundlaug Sauðárkróks og Sundlaug Varmahlíðar sunnudaginn 30. september. Ganga frá sundlaug Sauðárkróks kl:11:00 á vegum Hjartaheilla.

Hjartheill – félag hjartasjúkling á Norðurlandi-vestra hvetur alla til að taka þátt í göngu á sínum stöðum. Þar ganga allir á sínum hraða, eins langt og hver og einn treystir sér til.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *