Mælingar á Seyðisfirði

SÍBS og Hjartaheill sendu fólk til Seyðisfjarðar í gær til að ljúka verkefni SÍBS lestarinnar þar, en ekki varð unnt að vera þar í september.

Vel var mætt og tæplega 60 manns komu til að fá mælingu á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun. Starfsfólk heilsugæslunnar tók þátt í þessu verkefni og tók vel á móti SÍBS fólkinu.

Skimun af þessu tagi er að því leyti gagnleg að til hennar mætir oft fólk sem annars myndi ekki gera  sér erindi til læknis en fær einatt upplýsingar sem leiða til frekari skoðunar hjá heilsugæslunni eða viðkomandi læknum.

Anna hjúkrunarfræðingur við störf Lárus sýslumaður var tekinn til bæna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *