Þrengsli há gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut

ÞEGAR flytja á sjúklinga til og frá gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þarf að beita mikilli útsjónarsemi.

ÞEGAR flytja á sjúklinga til og frá gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þarf að beita mikilli útsjónarsemi. Lyftur sem sjúklingar eru fluttir í milli t.d. skurðstofa og gjörgæslu eru svo litlar að ekki er pláss fyrir bæði sjúkrarúm og lífsnauðsynlegar vélar sem sjúklingunum fylgja.

ÞEGAR flytja á sjúklinga til og frá gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þarf að beita mikilli útsjónarsemi.Starfsfólkið deyr þó ekki ráðalaust, setur sjúklinginn í rúminu í eina lyftu, blæs í hann lofti og hleypur svo með öndunarvélina í næstu lyftu og tengir hana við sjúklinginn þegar á leiðarenda er komið.

 

„Það sér hver maður að þessi aðstaða gengur ekki upp," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, sem heimsótti gjörgæsludeildina í gær. Byggt verður við gjörgæsluna á næstu mánuðum en lyfturnar bíða úrlausnar þar til nýr spítali rís á næstu árum.

 

Morgunbalaðið laugardaginn  5. janúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *