Lyfin 7,5% ódýrari hér

Lyf Lyfjaverð er kannað reglulega.

TUTTUGU kostnaðarsömustu lyfin á Íslandi sem seld eru út úr apótekum eru að meðaltali 7,5% ódýrari á Íslandi en í Danmörku, samkvæmt verðkönnun sem lyfsalahópur SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, gerði 1. febrúar sl.

 

Lyf Lyfjaverð er kannað reglulega. Með kostnaðarsömustu lyfjunum er átt við þau lyf sem apótekin selja mest af í verðmætum talið og stofna jafnframt til mestra útgjalda hjá sjúklingum og Tryggingastofnun.

 

Lyfjaverð á Íslandi, heildsöluverð jafnt sem smásöluverð, er ákveðið af ríkinu, segir í tilkynningu frá SVÞ. Við ákvörðun þess hefur verið miðað við meðalverð viðkomandi lyfs í öðrum norrænum ríkjum. Til viðbótar veita íslensk apótek mismunandi afslátt frá opinberu verði en í Danmörku er bannað að veita afslátt af lyfseðilsskyldum lyfjum. Þess ber þó að geta að einstök lyf eru mun dýrari hér og önnur mun ódýrari.

 

Verðsamanburðurinn er gerður út frá upplýsingum á vefsíðu Lægemiddelstyrelsen í Danmörku og vefsíðu lyfjagreiðslunefndar á Íslandi.  Morgunblaðið þriðjudaginn 5. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *