Heilbrigðisráðherra vill reykherbergið burt

Heilbrigðisráðherra vill reykherbergið burt

ÞAÐ ER ekki góður bragur á því að Alþingi sé með sérstakt reykherbergi, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær og lagði til að þingið losaði sig við herbergið.

 

Heilbrigðisráðherra vill reykherbergið burtÁrni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, óskaði svara ráðherra við því hvort nokkuð yrði hvikað frá markmiðum tóbaksvarnarlaga en talsverð umræða hefur spunnist um reykingabann á skemmtistöðum.

 

Guðlaugur sagði að vitanlega yrði staðinn vörður um markmið tóbaksvarnarlaga enda hefði náðst árangur í forvarnastarfi gegn reykingum. Þingmenn mættu þó byrja heima hjá sér. „Ég hef fengið afskaplega margar athugasemdir og fyrirspurnir frá fólki sem á mjög erfitt með að skilja það að við gefum þessa línu út í þjóðfélagið en séum síðan með þetta svokallaða reykherbergi á vinnustað okkar," sagði Guðlaugur.

Morgunblaðið föstudaginn 8. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *