
Sú vinna sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu við undirbúing nýrrar sjúkratryggingastofnunar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem undirrituð var á Þingvöllum 23. maí 2007.
Þar segir meðal annars undir yfirskriftinni „Örugg heilbrigðisþjónustu og vímuvarnir": „Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag." 24 stundir laugardaginn 16. febrúar 2008