Skýr stefna

Guðlaugur Þór Þórðarson

Sú vinna sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu við undirbúing nýrrar sjúkratryggingastofnunar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem undirrituð var á Þingvöllum 23. maí 2007.

 

Guðlaugur Þór ÞórðarsonÞar segir meðal annars undir yfirskriftinni „Örugg heilbrigðisþjónustu og vímuvarnir": „Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag." 24 stundir laugardaginn 16. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *