Hjartastuðtæki í íþróttamannvirki

Gjöf Atorka og IBR gefa hjartastuðtæki í íþróttamannvirki.

ATORKA og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa tekið saman höndum um að gefa íþróttafélögum á Reykjavíkursvæðinu 23 hjartastuðtæki. Tækjunum verður komið fyrir í íþróttahúsum og á ýmsum stöðum þar sem hvað flestir íþróttaiðkendur stunda æfingar.

 

Gjöf Atorka og IBR gefa hjartastuðtæki í íþróttamannvirki. Tækjunum verður komið fyrir í íþróttahúsum og á ýmsum stöðum þar sem hvað flestir íþróttaiðkendur stunda æfingar. Hjartastuðtækin geta skipt sköpum þegar bregðast þarf við á vettvangi áður en sjúkrabíll kemur á staðinn.

 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um kennslu á tækin í samráði við innflutningsaðila en tækin eru mjög einföld í notkun og getur hver sá sem hlotið hefur lágmarks kennslu notað hjartastuðtæki til bjargar mannslífi. Tækið metur og greinir takt hjartans og leiðir notandann skref fyrir skref með íslenskum leiðbeiningum. Hjartastuðtækin eru algjörlega sjálfvirk og gefa einungis rafstuð ef þau meta á því þörf, án þess að ýta þurfi á nokkurn takka.

 

Hjartastopp getur átt sér stað hvar sem er hvenær sem er. Það gerist vegna takttruflana sem verða í hjartanu. Einstaklingur sem fer í hjartastopp missir meðvitund, hefur engan púls og andar ekki eðlilega.

Morgunblaðið 20. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *