Með einkenni vægs hjartaáfalls

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var lögð inn á sjúkrahús í fyrrakvöld til rannsókna vegna hjartsláttartruflana og hækkaðs blóðþrýstings.

 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir. „Læknirinn sagði að um hefði verið að ræða einkenni um vægt hjartaáfall. Mér er fyrirskipað að taka það rólega og ég verð í leyfi fram yfir páska," segir Steinunn sem lenti á sjúkrahúsi fyrir ári vegna sams konar einkenna.

 

„Þá var ég á ráðstefnu erlendis. Ég hef verið á lyfjum síðan en ég átti að forðast álag og fara vel með mig. Greinilega hef ég ekki gert nóg. Nú ætla ég að taka þetta fastari tökum en hingað til," segir Steinunn sem var nýkomin heim af vinnufundi á Akureyri þegar hún veiktist. Hún er nú útskrifuð af sjúkrahúsinu.

Morgunblaðið miðvikudaginn 20. febrúar 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *