Heimasíða MedicAlert

MedicAlert

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um meðlimi á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í yfir tvo áratugi. Í Íslandsdeildinni, eru um 4500 meðlimir, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum meðlima í yfir 50 löndum.

 

MedicAlertUm er að ræða merki úr málmi og plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár.

  • Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið.
  • Plastspjaldið, sem er í kreditkortastærð fyrir veski, er með fyllri upplýsingum.
  • Loks eru nákvæmastar upplýsingar á tölvuskrá, sem er í vörslu slysadeildar Landspítalans, en þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert.

Á merkið eru skráð 3 atriði:

  • Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi, sem hringja má í allstaðar að úr heiminum án endurgjalds. Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar um viðkomandi og að lokum: Persónunúmer, sem veitir aðgang að nákvæmustum upplýsingum á tölvuskrá Slysadeildarinnar.

Þegar læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn, lögregluþjónar og aðrir sem koma að sjúklingi í neyð geta þeir með aðstoð MedicAlert fengið lífsnauðsynlegar upplýsingar á svipstundu, sem geta gert útslagið um gang mála í meðferðinni. Dæmi um sjúkdóma: Flogaveiki, hjartasjúkdómur, sykursýki, blæðingarsjúkdómur, ofnæmi, astma og Alzheimer.

Aðild að MedicAlert er greidd með 4000 kr. stofngjaldi (merki og spjald innifalið). Auka merki kosta 2000 kr. Og auka spjald 500 kr. Loks er árgjald, kr. 1.500.

Þegar nýtt merki hefur verið gefið út fær merkisberi sent afrit af skráðum upplýsingum til yfirferðar. Til þess að tryggja að upplýsingar séu ætíð réttar eru félögum sem ekki hafa endurnýjað sjálfir send bréf á tveggja ára fresti með beiðni um uppfærslu. Sjá www.medicalert.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *