Nikótínlyf í sjoppum og sama lyfjaverð um allt land

Allt eins Sama verð verður um allt land en það dregur úr fákeppni.

NIKÓTÍNLYF gætu verið til sölu í næstu sjoppu og hægt verður að fá lyf send í pósti ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra verður að lögum en það var lagt fram á Alþingi í gær.

 

Allt eins Sama verð verður um allt land en það dregur úr fákeppni. Frumvarpinu er ætlað að efla samkeppni á lyfjamarkaði og auka þjónustu við neytendur en einnig er gert ráð fyrir því að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum verði það sama um allt land. Lyfjaheildsalar, lyfjaramleiðendur og umboðsmenn þeirra eða smásöluaðilar munu því ekki veita afslátt á slíkum lyfjum heldur aðeins tilkynnt lægra verð sem verður birt í lyfjaverðskrá.

 

„Afslættir lyfjabúða eins og þeir birtast sjúklingum í dag mismuna þeim eftir búsetu, enda eru þeir flóknir og ógagnsæir og hvetja ekki til notkunar ódýrra lyfja," segir í greinargerð með frumvarpinu og tekið er fram að afslættir með núverandi fyrirkomulagi virki sem inngönguhindrun fyrir nýja aðila og auki enn frekar á fákeppni. Með breytingunni sé komið í veg fyrir mismunun eftir búsetu.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *