Breytingin tekist vel

Engin fagleg rök eru fyrir því að ákvörðun um að læknir sé ekki lengur í áhöfn neyðarbíls leiði til dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu, segir landlæknir, Sigurður Guðmundsson, á heimasíðu embættisins.

 

„Í þá tæpa tvo mánuði sem liðnir eru frá því að breyting þessi tók gildi hafa sjúkraflutningar og viðbrögð við bráðavanda á höfuðborgarsvæðinu gengið vel. Læknir hefur verið kallaður út að meðaltali einu sinni á sólarhring, í samræmi við verklagsreglur, en snúið við áður en á útkallsstað kom í um það bil helmingi þeirra tilvika. Vel er fylgst með ferli og árangri flutninga á hverjum degi og sérstök úttekt verður gerð innan tíðar á fyrstu vikum og mánuðum eftir breytingarnar.

 

Landlæknir hefur stutt þessar breytingar og faglegar forsendur þeirra enda verður ekki séð að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með þeim," segir landlæknir. Morgunblaðið mánudaginn 10. mars 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *