Þörfin fyrir líffæri kallar á nýja löggjöf

Landlæknir og yfirlæknir á Landspítalanum segja vaxandi þörf fyrir líffæragjafir. Þeir telja að ætlað samþykki til líffæragjafar eftir andlát yrði til bóta. Hugmyndin hafi verið misskilin hér á landi og tíðni líffæragjafa hér sé lág.

Landlæknir og yfirlæknir á Landspítalanum segja vaxandi þörf fyrir líffæragjafir. Þeir telja að ætlað samþykki til líffæragjafar eftir andlát yrði til bóta. Hugmyndin hafi verið misskilin hér á landi og tíðni líffæragjafa hér sé lág.

 

Landlæknir og yfirlæknir á Landspítalanum segja vaxandi þörf fyrir líffæragjafir. Þeir telja að ætlað samþykki til líffæragjafar eftir andlát yrði til bóta. Hugmyndin hafi verið misskilin hér á landi og tíðni líffæragjafa hér sé lág. Heilbrigðismál Sigurður Guðmundsson landlæknir segir sívaxandi þörf á heimsvísu fyrir heilbrigð líffæri úr látnu fólki og er fylgjandi því að athugað verði með lagabreytingu um ætlað samþykki til líffæragjafa. Það þýddi að gengið yrði út frá því að einstaklingar samþykktu að líffæri úr þeim látnum yrðu nýtt öðrum til góða, líkt og þekkist víðs vegar um Evrópu.

 

"En til þess þarf að kynna þessi mál betur fyrir fólki. Það hefur kannski ekki gengið nógu vel hjá okkur," segir hann.

Runólfur Pálsson, yfirlæknir á nýrnadeild Landspítalans, tekur í sama streng.

 

"Fólk virðist hafa misskilið hvernig ætlað samþykki er í reynd í þeim löndum þar sem því er beitt. Ætlað samþykki þýðir ekki að líffærin séu tekin úr þeim látna án samráðs við fjölskylduna," segir Runólfur.

 

Austurríki og Belgía séu einu Evrópulöndin sem túlka ætlað samþykki á "harðan" hátt og taki líffærin án þessa samráðs. Í löndum mildu útgáfunnar, til dæmis í Noregi og Svíþjóð, sé þessu öðruvísi farið.

 

"En aðalatriðið er að ætlað samþykki gæti haft jákvæð áhrif á viðhorf almennings til þessara mála og þannig gert líffæragjöf almennari frekar en að hún sé undantekning," segir hann.

 

Í þeim löndum þar sem gengið er út frá ætlaðri neitun, fremur en samþykki, sé tíðni líffæragjafar lág og tíðni neitunar ættingja há. Þannig sé málum háttað hér á landi.

 

En Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hélt öðru fram á Alþingi í síðasta mánuði og sagði að tíðni líffæragjafa væri ekki háð löggjöfinni.

 

"Það er rétt að erfitt er að einangra þátt löggjafarinnar og segja að hann einn og sér auki tíðni gjafanna. Hins vegar er athyglisvert að í löndum ætlaðrar neitunar er tíðni líffæragjafa lægri," segir Runólfur. Miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir gefi Íslendingar yfirleitt fæst líffæri eða næstfæst.

Fréttablaðið mánudaginn 10. mars 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *