Krefjandi en heillandi vinnustaður

Barnahornið Á slysa- og bráðadeild koma árlega um 14 þúsund börn.

Stór hluti starfsfólks á slysa- og bráðadeild eru hjúkrunarfræðingar.

„Þetta er mannflesta sjúkradeild landsins hvað þetta snertir. Hér starfa um 150 manns, þar af 70 hjúkrunarfræðingar," segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á slysa- og bráðadeild LSH.

 

Barnahornið Á slysa- og bráðadeild koma árlega um 14 þúsund börn. „Það tekur um tvo ár að þjálfa hjúkrunarfræðing á slysa- og bráðadeild til að sinna öllum þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa að sinna. Það er byrjað á að læra grunnþætti, síðan er farið í flóknari viðfangsefni. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera færir um að sinna móttöku og fyrstu meðferð, sem og eftirmeðferð, nánast hvað varðar allar tegundir sjúkdóma og slysa hjá öllum aldurshópum. Fjöldamörg börn koma hingað árlega, um 14 þúsund börn.

 

Hjúkrunarfræðingar fara í flóknari verkefni þegar á líður, svo sem á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis, sem og sinna þeir kennslu og þjálfun. Þá ber að nefna greiningarsveitina sem sífellt er tilbúin til að fara hvert á land sem er þegar vá steðjar að. Til að sinna því starfi þarf mikla þjálfun."

 

Hvað með annað starfsfólk?

„Við erum með 14 stöðugildi sjúkraliða og aðstoðarmenn hjúkrunar hafa líka 14 stöðugildi. Þá starfa hér mótttökuritarar og hjúkrunarritarar. Læknar starfa hins vegar undir stjórn yfirlæknis, svo og læknaritarar. Í heild má segja að hér sé mjög krefjandi vinnustaður og aldrei getur maður vitað hver viðfangsefnin eru hvern dag og álagið getur verið mikið. En samt sem áður er þetta heillandi og gefandi starf. Við erum svo lánsöm að hafa mjög gott starfsfólk hérna sem er samhent um að leysa öll verkefni svo sem best fari og vill stuðla að því að byggja upp mjög góða þjónustu. Hér er verið að taka húsnæðið til endurbóta sem gerir okkur kleift að taka upp ný og bætt vinnubrögð til að tryggja enn betri þjónustu."

Morgunblaðið sunnudaginn 16. mars 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *