Tómas Tómasson minningargrein

kross.jpg

kross.jpgTómas Tómasson, fyrrverandi formaður Hjartaheilla Suðurnesjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. mars s.l. á 84. aldursári. Hann var fæddur á Járngerðarstöðum í Grindavík, 7. júlí 1924.

TÓMAS Tómasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. mars á 84. aldursári. Hann var fæddur á Járngerðarstöðum í Grindavík hinn 7. júlí 1924.Tómas vann alla tíð ötullega að félagsmálum. Hann var formaður Stúdentaráðs, einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Íslandi um tíma. Hann var einnig einn af stofnendum Oddfellowstúku í Keflavík árið 1976 og fyrsti yfirmeistari hennar auk þess að vera í yfirstjórn reglunnar á Íslandi.

 

Árið 1999 tók Tómas að sér formennsku í stjórn Félags hjartasjúklinga á Suðurnesjum sem nú heitir Hjartaheill Suðurnesjum og gegndi því embætti til ársins 2005 með miklum sóma.

 

Tómas sat í mörgum nefndum á vegum Hjartaheilla og SÍBS og var ávallt gott að leita til hans með erfið mál því úrræðagóður var Tómas með afbrigðum.

 

Tómas lét alla tíð málefni hjartasjúklinga sig miklu varða, var í fremstu víglínu forustumanna okkar og ötull talsmaður samtakanna í forvarnarstarfi þeirra og  baráttunni við hverskonar hjartasjúkdóma.  

 

Fyrir hönd stjórnar Hjartaheilla og aðildarfélaga þess sendum við eftirlifandi maka Tómasar, Halldísi Bergþórsdóttur svo og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna.

 

Guðmundur Bjarnason, formaður

Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *