Áhrif þjálfunar

Hjartaendurhæfing felst bæði í þjálfun og fræðslu. Reglubundin þjálfun skilar árangri og vinnur gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið endurhæfingar er að hvetja fólk til að huga að sínum lífsstíl og gera reglubundna hreyfingu jafn  sjálfsagðan hluta lífsins og að bursta tennur á morgnana.

 

Slíkt skilar sér, einkum þegar til lengri tíma er litið, en rannsóknir hafa sýnt að þeir hjartasjúklingar sem fara í endurhæfingu snúa frekar til vinnu aftur og lifa lengur en þeir sem fá ekki endurhæfingu. (Þessi munur er augljósari l0 árum eftir veikindin en 5 árum á eftir).

 

Þolþjálfun er sú þjálfun sem talin er henta hjartasjúklingum best. Hún eykur úthald og styrkir vöðva ef rétt er að farið. Ef aðalmarkmið þjálfunar er að styrkja vöðva þá er nauðsynlegt að fá leiðbeiningar hjá ykkar sjúkraþjálfara við að setja upp slíkt þjálfunarprógramm, því ef ekki er rétt að farið þá getur þjálfunin valdið of miklu álagi á hjartavöðvann. Rétt þjálfun stuðlar að auknu blóðstreymi til vöðva líkamans og minna álagi á sjálfan hjartavöðvann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *