Brennsla vegna hjartsláttartruflana:

Þessi rannsókn er fyrst og fremst gerð ef grunur er um sjúkdóm í leiðslukerfi hjartans en einnig er henni stundum beitt við rannsókn á alvarlegum hjartsláttartruflunum.

 

Rafleiðsla er þá þrædd inn í hjartahólfin, oftast hægra megin og með henni mældur út leiðsluhraði og fleira. Í sumum tilvikum er hún notuð til að „brenna" í sundur aukabrautir í leiðslukerfinu, en það getur í sumum tilvikum reynst nauðsynlegt ef um þrálátar hjartsláttartruflanir er að ræða. Brennsluaðgerð er í auknum mæli beitt þegar um er að ræða gáttflökt (atrial flutter) og gáttatif (atrial fibrillation)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *