Bygging hjartans

Hjartað er í rauninni tvær aðskildar vöðvadælur sem vinna saman og kallast hægri og vinstri hjartahelmingur. Í hvorum helmingi eru tvö hólf, efra hólf sem nefnist gátt eða forhólf og neðra hólf sem nefnist slegill.

 

Veggur aðskilur vinstri og hægri hjartahelminga og nefnist hann skil. Hægri hjartahelmingur tekur við súrefnissnauðu bláæðablóði frá líkamanum og dælir því til lungnanna eftir lungnaslagæðinni, þar sem það mettast af súrefni.

 

Súrefnisríkt blóð fer frá lungunum til vinstri hjartahelmings, sem dælir því eftir ósæðinni (meginslagæðin) út um allan líkamann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *