
HL stöðin er endurhæfingarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.
• Þar fer fram þjálfun fyrir hjartasjúklinga undir eftirliti lækna og sjúkraþjálfara.
• Þátttakendur greiða sjálfir fyrir þjálfunina, einn mánuð í senn.
• Innifalið í mánaðargjaldi er þrekpróf og læknisskoðun, sem endurtekin eru á eins árs fresti eða eftir ástæðum.
Uppbygging þjálfunar á HL stöð
Áður en þjálfun hefst er framkvæmd læknisskoðun og þrekpróf. Þjálfunaráætlun er síðan byggð á niðurstöðum þrekprófsins.
Heimasíða HL- stöðvarinnar er http://www.hlstodin.is/
- Þjálfunartímar eru tvisvar í viku, eina klukkustund í senn.
- Hver tími skiptist í upphitun, þjálfun á hjólum, ýmsar æfingar, teygjur og slökun.
- Fylgst er með púlsi og blóðþrýstingi hjá fólki eftir þörfum.
Fyrir hverja er þjálfunin á HL stöðinni?
Einstaklinga, sem hafa farið í hjáveituaðgerð, kransæðavíkkun eða eiga við lungnasjúkdóma að stríða.
- Einstaklinga sem fengið hafa hjartaáfall.
- Einstaklinga með kransæðasjúkdóm, háþrýsting eða einstaka aðra hjartasjúkdóma.