
Ef hinn meðfæddi gangráður hjartans eða leiðslukerfi þess bilar getur þurft að setja gangráð í sjúklinginn til þess að tryggja að hjartslátturinn verði ekki of hægur. Ýmist ein eða tvær leiðslur liggja frá rafhlöðu gangráðsins eftir bláæð niður í hægri gátt og áfram niður í hægri slegil.
Tækið er í eðli sínu rafeindaklukka sem mælir tíma og er hægt að bæta við hinum ýmsu eiginleikum nánast að vild. Þannig getur gangráður samræmt starfssemi hjartahólfanna og aukið (aðlagað) hjartsláttarhraða í samræmi við þarfir sjúklings.
Í ákveðnum tilvikum er ákjósanlegt að velja svokallaðan tvíhólfa gangráð til ígræðslu en þá er þriðju leiðslunni komið fyrir í vinstri slegli. Þessi tegund af gangráð getur hentað sjúklingum með hjartabilun og bætt dælugetu hjartavöðvans umtalsvert. Samhliða ígræðslu tvíhólfa gangráðs er stundum komið fyrir bjargráð um leið.