Hjarta- og æðasjúkdómar

Algengustu einkenni hjarta- og æðasjúkdóma eru brjóstverkur, mæði, svimi/yfirlið, hjartsláttarónot, þreyta og verkir í ganglimum. Enda þótt ofangreind einkenni séu algeng einkenni hjartasjúkdóma geta þau einnig stafað af öðrum sjúkdómum sem stundum veldur erfiðleikum við sjúkdómsgreiningu.

 

Þannig geta brjóstverkir orsakast af festumeini í brjóstvegg (millirifjagigt), sjúkdómum í vélinda og bólgu í gollurhúsi eða brjósthimnu. Það er nokkuð dæmigert fyrir hjartasjúkdóma að einkenni, svo sem brjóstverkur og mæði framkallast við áreynslu þótt það sé ekki einhlítt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *