Hjartadæla/hjálparhjarta:

HeartMate 2

Þegar um langt gengna hjartabilun er að ræða er í völdum tilfellum hægt að græða tímabundið hjartadælu/pumpu í vinstra hjartahólf (slegil).

 

HeartMate 2Hjartadælan tekur þá yfir hlutverk vinstri slegils og dælir blóði frá vinstri helmingi hjartans. Búnaðurinn er tölvustýrður og gengur fyrir rafhlöðum. Tilgangurinn er að bæta starfssemi hjartavöðvans með því að hvíla hann um tíma og láta hjartadæluna vinna á meðan. Þessa meðferð er  hægt að íhuga fyrir sjúklinga sem þurfa að bíða eftir hjartaígræðslu en oft er biðtíminn langur.

 

 

 

 

HeartMate 2Einnig er möguleiki að nýta slíka tækni í skamman tíma fyrir sjúklinga t.d. í kjölfar hjartaaðgerða þar sem hjartavöðvinn fær þá tíma til að jafna sig. Áður en hægt er að taka ákvörðun um að græða slíkan búnað í sjúkling þurfa að liggja fyrir niðurstöður úr mörgum mikilvægum rannsóknum og hópur sérfræðinga leggur í kjölfar þeirra mat á hvort hægt sé að framkvæma slíka aðgerð.

 

 

 

 

Maður ber töskuSjúklingur sem getur haft gagn af slíku úrræði þarf mjög mikla fræðslu og góðan undirbúning sem og hans nánustu. Sérhæft teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri fagaðila sér um eftirlit með sjúklingum sem fá slíkt tæki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *