Hjartað

Vísindavefurinn. Sneiðmynd af hjarta

Hlutverk hjartans er að viðhalda hringrás blóðsins og þar með flutningi súrefnis og næringarefna um líkamann. Hjartað er klætt sléttu frumulagi að innan, en veggir þess eru að mestu úr  vöðva.

 

Gollurhúsið sem er gert úr bandvef umlykur hjartað. Hjartað liggur ofan við  þindina á bak við bringubeinið og er verndað af því og rifbeinunum. Vinna sem þetta mikilvæga líffæri vinnur er ekki í neinu samræmi við stærð þess sem er á við krepptan hnefa og vegur í fullorðnum manni um það bil 200 til 300 grömm. Á hverri mínútu dælir hjartað um það bil 5 lítrum af blóði.

 

Vísindavefurinn. Sneiðmynd af hjarta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *