
Á Reykjalundi fer fram endurhæfing fólks með hjartasjúkdóma sem hafa áhrif á getu og lífsgæði. Hjartateymi Reykjalundar er hópur fólks úr mismunandi fagstéttum, sem vinnur með einstaklingnum út frá þörfum hans. Endurhæfingin tekur að jafnaði fjórar vikur og allir koma eftir beiðni frá lækni.
Reykleysi er skilyrði fyrir dvöl og staðið er þétt við bakið á þeim sem eru að hætta að reykja. Í byrjun dvalar fer fram mat, m.a.með áreynsluprófi og árangur er metinn í lok dvalar. Heimasíða Reykjalundar er http://www.reykjalundur.is/
Markmið:
– auka þol og styrk
– auka sjálfsöryggi og vellíðan
– meðferð áhættuþátta
– styrkja heilbrigðar lífsvenjur
Aðferðir:
– þol og styrkþjálfun
– fræðsla og þjálfun í slökun og
streitustjórnun
– leiðbeiningar um mataræði
– stuðningur til reykleysis
– fræðsla, ráðgjöf og stuðningur
til bættra lífshátta
– sérhæfð meðferð fagfólks
teymisins
– fræðsla til aðstandenda
Árangur felst í:
– bættu þreki
– reglulegri hreyfingu
– hollum neysluvenjum
– auknu sjálfstrausti og sjálfstjórn
– betri svefn og slökun
– reyklausu lífi
– betra jafnvægi í daglegu lífi