Hjartalokurnar

Hjartalokurnar eru fjórar og gegna mikilvægu hlutverki við að dæla blóðinu. Þríblaðaloka í hægri hjartahelmingi og mítur loka í vinstri hjartahelmingi aðskilja gáttir og slegla.

 

Lungnaæðarloka og ósæðarloka eru báðar í upptökum stóru slagæðanna sem áður eru nefndar og flytja blóðið frá hjartanu. Aðalhlutverk lokanna er að beina blóðinu í hjartanu í eina átt, frá gátt til slegils og frá slegli til meginslagæða. Verði einhver af þessum lokum fyrir skemmdum, verða óþéttar eða þrengjast, truflast starfsemi hjartans.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *