Hjartsláttartruflanir:

Aukaslög eru algeng og geta komið bæði frá gáttum og sleglum án þess að um hjartasjúkdóm sé að ræða. Hraðasláttur frá gáttum getur komið í köstum, staðið mislengi og verið mjög óþægilegur.

 

Ýmis hjartsláttarlyf geta þá komið að gagni, til dæmis úr flokki  betablokka eða kalsíumblokka og lyfið Adenósin sem er gefið í æð, einnig hið gamalþekktra lyf digitalis (Digoxin, Lanoxin). Hjartsláttartruflanir frá sleglum og hjartablokk, þar sem veruleg truflun verður á  rafleiðni um hjartað, geta valdið alvarlegum einkennum, svo sem yfirliði. Þá geta gangráðar og ákveðin lyf einnig komið að gagni.

 

Með tiltölulega einfaldri rannsókn á leiðslukerfi hjartans er hægt að greina og afmarka nákvæmlega upptök og eðli hjartsláttartruflana. Í framhaldi þess er oft hægt að eyða óæskilegum leiðnibrautum sem valda hjartsláttaróreglu með því að þræða rafskautslegg til hjartans og brenna fyrir auka boðleiðir í leiðslukerfinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *