Hvað er hægt að gera?

Mismunandi er hvaða form þjálfunar og hreyfingar hentar fólki. Sumir velja að þjálfa undir eftirliti, en aðrir velja að þjálfa á eigin vegum. Það sem skiptir mestu máli að þið finnið það form þjálfunar og hreyfingar sem ykkur hentar og hugnast best. Þetta á að vera skemmtilegt! Þannig aukast verulega líkurnar á því að þið haldið áfram.

 

Margt er hægt að gera, s.s. fara í leikfimi, gönguferðir, sund, golf, tækjasali o.s.frv., en til þess að árangur náist þarf hreyfingin helst að vera reglubundin. Það fer eftir því hvað þið veljið að gera hvort mælt er með því að hreyfingin sé daglega eða einhver skipti í viku. Tegund þjálfunarinnar sem og ástand ykkar ræður einnig um það hve lengi í einu þjálfunin skal vara. Þessar upplýsingar getið þið fengið hjá sjúkraþjálfara ykkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *