Kæfisvefn

Góður nætursvefn er öllum mikilvægum til þess að endurnýja orku og þrek og auka andlega og líkamlega vellíðan. Meðal þess sem getur truflað svefninn er kæfisvefn en það er ástand þar sem fram koma öndunarhlé á milli þess sem heyrast háværar hrotur. Gjarnan fylgir óværð í svefni og nætursviti.

 

Kæfisvefn veldur minnkaðri súrefnismettun í blóðinu og álag á hjartavöðvann eykst. Þekkt er að kæfisvefn valdi hækkuðum blóðþrýstingi auk þess sem líkur á hjartsláttaróreglu aukast og einkenni hjartabilunar geta versnað. Það er því mikilvægt að greina kæfisvefn og leita til sérfræðinga á því sviði. Þeir sem eru of þungir og þeir sem glíma við offitu eru líklegir til að þjást af kæfisvefni en einnig geta aðrar orsakir legið að baki sem valda þrengingu í efri öndunarfærum frá nefi niður í kok.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *